Ruðst inn á ofbeldismenn

Lögreglan frelsaði í gærkvöldi mann úr höndum tíu manna í félagshúsnæði þekkts mótorhjólaklúbbs á Hverfisgötu. Gengið hafði verið í skrokk á manninum þar innandyra, en lögreglan fékk tilkynningu utan úr bæ um að verið væri að berja einhvern í húsnæðinu. Lögreglan brást við og fór á umræddan stað, ruddist inn og var þá fórnarlambið á valdi mannanna og hafði verið misþyrmt. Tímenningarnir voru handteknir og settir í fangageymslur sem þar með fylltust hjá lögreglu. Eftir er að kanna hvað lá að baki þessum barsmíðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert