Kristinn H: Aukin hætta á brottkasti og svindli

Kristinn H. Gunnarsson á þingi
Kristinn H. Gunnarsson á þingi mbl.is/Þorkell

Kristinn H. Gunnarsson, þingamaður Frjálslynda flokksins, segist telja að þar sem ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skerðingu aflamarks eigi við um næstu þrjú árin óttist hann að margir sem hafi atvinnu sína af sjávarútvegi muni taka þá ákvörðun á næstunni að hætta fremur nú en að bíða af sér mögru árin. Þetta muni sennilega leiða til þess að margir Vestfirðingar taki af skarið á næstunni og flytjist þaðan. Þá segir hann ákveðna hættu á því að þeir sem ákveði að vera áfram í greininni grípi til brottkasts og svindls til að komast af.

Kristinn sagði í samtali við blaðamann mbl.is í dag að hann telji að afleiðing skerðingarinnar verði enn meiri samþjöppun í greininni. Aðilum í útgerð muni fækka mikið á næstunni og störfum fækka hratt. Þá muni sú þróun ganga enn lengra en hingað til að stærri fyrirtæki ráði því hvar og hvernig aflinn sé unninn.

Kristinn sagðist einnig telja ákvörðunina illa rökstudda enda telji hann ekki að fyrirliggjandi upplýsingar rökstyðji slíkt skref. Misræmis hafi gætt í niðurstöðum togararalls, sem gert var að hausti annars vegar og að vori hins vegar, og að hann hefði því talið farsælast að halda jafnstöðu næstu þrjú árin og hafa aflamark óbreytt á meðan unnið væri að frekari rannsóknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert