Skerðing á þorskkvóta gæti þýtt 1% minni hagvöxt

mbl.is/Brynjar Gauti

Greiningardeild Kaupþings áætlar, að lækkun þorskkvóta niður í 130 þúsund tonn feli í sér um það bil 15-20 milljarða króna samdrátt í útflutningsverðmæti og valdi allt að 1% minni hagvexti á árinu 2008 en ella. Áhrifin á hagvöxt yfirstandandi árs verði hinsvegar óveruleg.

Kaupþing segir, að væntingar um minni hagvöxt og meiri viðskiptahalla í kjölfar niðurskurðarins hefðu að öðru jöfnu átt að valda veikingu krónunnar og lækkunar ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. Raunin hafi hinsvegar orðið þveröfug, þar sem vaxtavæntingar breyttust í kjölfar vaxtaákvörðunarfundar Seðlabankans í gær en bankinn gerir nú ráð fyrir að stýrivextir byrji ekki að lækka fyrr en á næsta ári vegna viðvarandi þenslumerkja í hagkerfinu. Því var niðurstaðan sú, að gengi krónunnar styrktist í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert