Þara landað í fyrsta sinn á Bíldudal

Þara var í fyrsta sinn landað á Bíldudal á dögunum en ætlunin er að þurrka hann og selja til manneldis. Skorinn var beltisþari í tvö 660 lítra kör en um tilraunaverkefni er að ræða. Þetta kemur fram á vefnum bildudalur.is

„Væntingar eru um að hér verði um nýja búgrein að ræða og verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst. Kannski er hér um nýja atvinnugrein að ræða fyrir sjávarþorp eins og Bíldudal sem ekki á upp á pallborðið í hefðbundnum sjávarútvegi nema hingað flytji kannski fráskildar konur eða karlar sem eiga kvóta“, segir á vefnum bildudalur.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert