Norræn keppni fyrir áhugamenn um matreiðslu

mbl.is/Ómar

Ný norræn matargerðarlist 2007 hefur samþykkt verkefni sem stuðla eiga að því að gera norræna matargerðarlist sýnilegri. Meðal annars verður haldin samkeppni fyrir áhugamenn um matreiðslu. Markmiðið er að vekja athygli á gæðum hráefnis á Norðurlöndum og hvetja til þess að þau verði meira notuð í eldhúsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurlandaráði.

Ný norræn matargerðarlist er verkefni sem stendur yfir á tímabilinu 2007-2009 á Norðurlöndum. Því er stjórnað af stýrihópi skipuðum fulltrúum atvinnulífs, stjórnvalda, matreiðslufólks, framleiðenda, neytenda og ferðamannaþjónustu.

Með nýrri norrænni matargerðarlist vilja ríkisstjórnir Norðurlanda koma norrænni matargerðarlist á heimskortið. Eitt af markmiðunum er að bjóða Norðurlandabúum holl og heilsusamleg matvæli. Annað markmið er að styrkja samkeppnishæfni Norðurlanda á alþjóðlegum matvælamarkaði, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert