Baldvin Halldórsson látinn

Baldvin Halldórsson, leikar og leikstjóri.
Baldvin Halldórsson, leikar og leikstjóri.

Baldvin Halldórsson, leikari og leikstjóri, er látinn á 85. aldursári. Baldvin var einn ástsælasti leikari þjóðarinnar um árabil. Hann helgaði Þjóðleikhúsinu ævistarf sitt, lék þar á sviði nær 200 hlutverk frá 1950 til 1992. Þá var hann afkastamikill leikari í útvarpi, lék bæði í sjónvarpsverkum og kvikmyndum.

Baldvin lærði leiklist í Leikskóla Lárusar Pálssonar og sótti frekara nám í sviðsleik til Royal Academy of Dramatic Art í Lundúnum en hóf störf við Þjóðleikhúsið við undirbúning fyrstu sýninga hússins 1950.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert