Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast

Frá Jökulsárlóni.
Frá Jökulsárlóni. mbl.is/Ómar

Aðsóknarmet var slegið við Jökulsárlón síðastliðinn þriðjudag en þá fóru 977 manns í siglingu um lónið. Eldra metið var hins vegar 930 manns. Mun fleiri hafa komið að Jökulsárlóni í sumar en á undanfönum árum og farþegum sem fara í siglingu fjölgar ár frá ári. Þetta kemur fram á vefnum Hornafjörður.is.

Mikill smáís hefur verið á lóninu í sumar og hefur starfsfólk við Lónið því þurft að byrja á því á morgnana að ryðja siglingaleið fyrir stóru bátana um lónið.

Þá hafa selir haldið sig í lóninu í sumar og hafa þeir haldið sig mikið uppi á jökunum þar sem vel sést til þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert