Smábátaeigendur á Austurlandi álykta um niðurskurð á kvóta

Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi telur engin rök fyrir rúmlega 30% niðurskurði á þorskvóta, sem leiðir óhjákvæmilega til samþjöppunar aflaheimilda með tilheyrandi byggðaröskun. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni.

„Vill stjórnin að línuskipum 100 brúttólestir og stærri verði bannaðar veiðar innan 6 sjómílna frá landi, og skipum sem veiða með togveiðarfærum verði bannaðar veiðar innan 12 sjómílna frá landi.

Teljum við að sú aðgerð að vísa stærri skipum utar sé meiri friðunaraðgerð en niðurskurður aflaheimilda og líklegri til að skila árangri í uppbyggingu þorskstofnsins," að því er segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert