Fæstir um hvert apótek í Reykjavík

Páll Pétursson.
Páll Pétursson.
Eftir Elías Jón Guðjónsson

Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir það skjóta skökku við að framkvæmdastjórar Lyfja og heilsu og Lyfju, segi dýrt að reka lyfjaverslanir í svo stóru og dreifbýlu landi. Hvergi séu færri íbúar á hverja lyfjaverslun en á höfuðborgarsvæðinu, þéttbýlasta svæði landsins.

„Þetta er tóm steypa hjá þeim. Sú staðreynd að færri íbúar séu á hverja lyfjaverslun á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu fellir þau rök algjörlega að reksturinn sé erfiður vegna dreifbýlisins," segir Páll. Hann efast um samkeppni lyfjakeðjanna. "Það er engin samkeppni, því þeir skipta landinu með sér. Ef þú skoðar hvar apótekin eru staðsett þá sérðu það," segir Páll.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert