Kristín Ástgeirsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu

Kristín Ástgeirsdóttir.
Kristín Ástgeirsdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur skipað Kristínu Ástgeirsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Skipun þessi er til fimm ára frá og með 1. september nk.

Kristín er sagnfræðingur að mennt og fjallaði meðal annars meistararitgerð hennar um Ingibjörgu H. Bjarnason og íslenska kvennahreyfingu 1915-1930. Hún hefur gegnt starfi forstöðumanns Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands frá árinu 2005 og verið stundakennari í kynjafræðum við sama skóla frá árinu 2003. Enn fremur starfaði Kristín að málefnum kvenna á vegum utanríkisráðuneytisins og UNIFEM í Kosovo á árunum 2000-2001. Þá var Kristín alþingismaður á árunum 1991-1999.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert