Segjast ekki hafa treyst sér lengur til að bera ábyrgð á Árna

Árni Johnsen stýrir brekkusöng á þjóðhátíð.
Árni Johnsen stýrir brekkusöng á þjóðhátíð. mbl.is/GSH

Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna ummæla, sem Árni Johnsen, alþingismaður, lét falla í viðtali við Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2007 um ástæður þess að honum var vikið frá sem kynnir á þjóðhátíð í Eyjum.

Í viðtalinu segir Árni m.a. að sér hefði verið hent fyrir borð sem kynni á þjóðhátíð og gefur til kynna að pólitík hafi spilað þar inn í. Þá hafi verið ágreiningur um málið innan þjóðhátíðarnefndarinnar.

Þessu vísar þjóðhátíðarnefnd á bug og segir að ástæðan sé sú að Árni hafi misst stjórn á sér á þjóðhátíð árið 2005 og slegið Hreim Heimisson, söngvara á sviðinu. Hafi þjóðhátíðarnefndin ekki lengur treyst sér til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á Brekkusviðinu.

Eyjar.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert