Ný ljósleiðaratenging við Ameríku og Evrópu boðuð

Kort sem sýnir ljósleiðaratenginguna.
Kort sem sýnir ljósleiðaratenginguna.

Fyrirtækið Hibernia Atlantic, sem rekur sæstrengi milli Norður-Ameríku og Evrópu, hefur boðað lagningu nýs ljósleiðarastrengs, sem tengir Ísland við neðanjarðarstrengjanet fyrirtækisins. Segir Hibernia í tilkynningu, að Ísland fái með þessum hætti beina tengingu við Norður-Ameríku, Írland, London, Amsterdam og meginland Evrópu.

Í tilkynningunni segir, að nýi strengurinn leyfi umferð í báðar áttir og veiti beinan aðgang að 42 borgum. Hægt sé að veita umferð framhjá stórum þéttbýlissvæðum.

Gert er ráð fyrir að tengingin verði orðin virk haustið 2008.

Frétt um ljósleiðarastrenginn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert