Málningu slett á sendiráð

Málningu var slett á sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn í fyrrinótt. Málið er í rannsókn en ekki lá ljóst fyrir síðdegis í gær hverjir hefðu staðið að skemmdarverkinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Svavari Gestssyni, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, voru slagorð gegn áliðnaðinum letruð á sendiráðið. Svavar sagðist ekki hafa séð áletrunina sjálfur, þar sem hann er staddur hér á landi, en eftir því sem hægt hefði verið að greina mótmælatextann sjálfan þá hefði hann á danskri tungu verið "Áliðnaðinn burt af Íslandi. Þið drepið náttúruna".

Lögreglunni í Kaupmannahöfn var gert viðvart og jafnframt siðaregluskrifstofu danska utanríkisráðuneytisins. Svavar segir engan einstakling eða samtök hafa lýst yfir ábyrgð á mótmælunum en rannsókn standi yfir. Munu myndir hafa náðst af einhverjum að athafna sig við sendiráðið um nóttina en óljóst sé hvort þar hafi skemmdarverkamennirnir verið á ferð. Aðspurður hvort skoðað verði hvort auka eigi eftirlit með sendiráðinu vegna þessa segir Svavar að slíkt sé metið af danska utanríkisráðuneytinu enda beri það ábyrgð á atriðum sem varða erlend sendiráð í Kaupmannahöfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert