Reynslu- og menntunarskortur í fasteignasölu

Fasteignaviðskipti hafa verið lífleg undanfarið
Fasteignaviðskipti hafa verið lífleg undanfarið mbl.is/Árni Sæberg
Eftir Hlyn Orra Stefánsson – hlynur@bladid.net

„Þrír fjórðuhlutar starfsfólks á íslenskum fasteignasölum hefur enga menntun á sviði fasteignaviðskipta og oft litla sem enga reynslu eða kunnáttu í þessum efnum, en ráðleggja fólki samt í stærstu viðskiptum í lífi þess. Við hjá Félagi fasteignasala fáum því miður reglulega inn á borð hjá okkur mál þar sem slíkar ráðleggingar standast ekki neina skoðun," segir Grétar Jónasson héraðsdómslögmaður og framkvæmastjóri félagsins.

Í Svíþjóð eru yfir 95 prósent þeirra sem starfa á fasteignasölum með réttindi sem slíkir, og í Noregi eru nýsamþykkt lög sem kveða á um að nánast einvörðungu löggiltir fasteignasalar megi starfa á fasteignasölum. „Ákveðið var að taka þessi mál í gegn á hinum Norðurlöndunum þar sem ráðleggingar stóðust oft engar gæðakröfur."

Á Íslandi stendur einnig til að taka þessi mál í gegn. Dómsmálaráðherra skipaði í sumar starfshóp til að endurskoða lög um fasteignasölur og er Grétar í þeim hópi.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert