Melatónín á markað sem lyf í haust

Eftir Arnþór Helgason

arnthorh@mbl.is

Fyrirtækið Neurim Pharmaceuticals hefur nýlega fengið markaðsleyfi fyrir hormóninu (kirtlavakanum) melatónín innan Evrópska efnahagssvæðisins undir sérheitinu Circadin.

"Eftir þeim upplýsingum sem liggja fyrir mun Nycomed-lyfjafyrirtækið setja lyfið á markað í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Íslandi," sagði Þorbjörg Kjartansdóttir, yfirmaður skráningarsviðs Lyfjastofnunar. "Markaðssetning hefst á síðasta fjórðungi þessa árs, en ekki er vitað hvenær það verður hér á landi." Melatónín hefur verið þekkt í nokkra áratugi. Ýmsir taka það til þess að vinna gegn tímamismun og færðar hafa verið sönnur á að hormónið geti bætt svefn fjölda fólks, þar á meðal þeirra sem eru með árstíðabundna dægurvillu og blinds fólks, sem þjáist af svefnröskun.

Gæði efnisins tryggð

Í Bandaríkjunum er melatónín selt sem eins konar fæðubótarefni. Þó er mönnum ráðið frá að taka það án samráðs við lækni og þungaðar konur eru einkum varaðar við neyslu þess. Þorbjörg var innt eftir því hvers vegna sala melatóníns væri ekki leyfð á almennum markaði hér á landi.

"Við notum sömu skilgreiningu á lyfjum og lönd Evrópusambandsins. Vitað er að melatónín hefur áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi líkamans og þess vegna er efnið skilgreint sem lyf.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert