Ellefu ungir ökumenn settir í akstursbann á Selfossi

Lögreglan á Selfossi setti tvo unga ökumenn í akstursbann um helgina og hafa þá 11 ungir ökumenn orðið að sæta akstursbanni af hálfu lögreglustjórans á Selfossi frá því að lagaákvæði um slíkt tók gildi fyrr í sumar.

Þeir ökumenn, sem eru með bráðabirgðaökuskírteini, eru látnir sæta akstursbanni lögreglustjóra þegar þeir hafa fengið fjóra refsipunkta. Það þýðir að viðkomandi fær ekki að aka ökutæki fyrr en hann hefur farið á námskeið og staðist bóklegt og verklegt ökupróf.

Markmið námskeiðsins er að stuðla að bættri hegðun byrjanda í umferðinni að hann fari eftir umferðarreglum í einu og öllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert