Leifur úti undir beru lofti á ný

Leifur Eiríksson á Skólavörðuholti.
Leifur Eiríksson á Skólavörðuholti.

Sjóminjasafnið í Newport News í Virginíu í Bandaríkjunum hefur sett styttu af Leifi Eiríkssyni upp á lóðinni við inngang safnsins. Þar horfist Leifur í augu við Christopher Newport, fyrsta enska landnemann í Virginíu, en stytta af honum var reist í sumar á lóð háskóla bæjarins. Styttan af Leifi er eftirmynd styttunnar, sem stendur á Skólavörðuholti í Reykjavík.

Blaðið Daily Press segir, að safnið hafi átt styttuna í 67 ár. Hún var á lóð safnsins þar til í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar en þá var hún flutt inn í safnið vegna sérstakrar landafundasýningar sem þar var sett upp.

Bandaríkjaþing gaf Íslandi styttuna af Leifi Eiríkssyni árið 1929. Bandaríski myndhöggvarinn Alexander Stirling Calder gerði styttuna og einnig eftirmynd, sem sýnd var á heimssýningunni í New York árið 1939. Sú eftirmynd var síðan flutt á Mariners' Museum í Newport News eftir að heimssýningunni lauk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert