Sjúkraflutningum vegna rútuslyss að ljúka

Frá slysstað á Bessastaðafjalli.
Frá slysstað á Bessastaðafjalli. mbl.is/Egill Gunnarsson

Björgunarlið vinnur nú að því að koma fólkinu, sem slasaðist þegar langferðarbifreið ók út af veginum í Bessastaðabrekku í Fljótsdal fyrr í dag, á sjúkrahús.

30 farþegar voru í bifreiðinni auk bílstjóra og voru þeir frá Póllandi, Lettlandi og Rússlandi. 16 þeirra hlutu minniháttar áverka og gangast nú undir skoðun á Heilsugæslunni á Egilsstöðum eftir að hafa hlotið almenna skyndihjálp og aðhlynningu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem sett var upp í grunnskólanum á Egilsstöðum.

Tveir menn slösuðust alvarlega að því að talið er og voru þeir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur fyrr í dag. Tveir sjúklingar voru sendir á sjúkrahús á Akureyri og fjórir á sjúkrahúsið á Neskaupsstað.

Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar flutti sjö farþega á á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi nú undir kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert