Sprengjueyðingaræfing hófst í dag

Sprengjusérfræðingur í hlífðarbúningi.
Sprengjusérfræðingur í hlífðarbúningi.

Sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge 2007 hófst í morgun.  Landhelgisgæslan skipuleggur æfinguna með styrk frá Atlantshafsbandalaginu og eru sprengjusérfræðingar víða að úr heiminum mættir til að læra það nýjasta á þessu sviði. 

Að sögn Landhelgisgæslunnar fer æfingin fram innan  og við nýja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.  Áhersla sé lögð á hryðjuverkasprengjur en á æfingunni eru sprengjusérfræðingar sem hafa starfað í Írak, Afganistan og fleiri stríðshrjáðum löndum. 

Æfingin stendur til 7. september.  Í fyrri vikunni verður lögð áhersla á fræðslu og mat á hæfni þátttakenda en í næstu viku verður aðalæfingin haldin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert