Haustslátrun hafin á Húsavík

Um 1300 dilkum var slátrað í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík …
Um 1300 dilkum var slátrað í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík í dag. mbl.is/Árni Torfason

Haustslátrun hófst í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík í dag. Í dag var lógað um 1300 dilkum, sem að stærstum hluta komu af Austurlandi - á bilinu 900-1000. Einnig var lógað dilkum úr utanverðum Eyjafirði, Höfðahverfi, Fnjóskadal og víðar. Á morgun er ráðgert að lóga um 1600 dilkum úr Mývatnssveit og af Austurlandi og á föstudaginn er stefnt að því að slátra um 1300 dilkum, sem koma víða að.

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, segir á heimasíðu félagsins að auk fastráðinna starfsmanna Norðlenska á Húsavík komi á bilinu 70-80 manns til vinnu hjá í sláturtíðinni. Sigmundur segir að af þeim séu 20-25 óvanir menn. Búið er að ráða í öll störf í sláturtíðinni en auk heimamanna er von á fimm nýsjálenskum slátrurum og þá kemur starfsfólk frá Svíþjóð, Taílandi, Hollandi, Finnland og Póllandi.

Slátrun mun ljúka hjá Norðlenska á Húsavík 26. október nk. og gerir Sigmundur ráð fyrir að fjöldi sláturfjár verði ekki ósvipaður og í fyrra eða, sem næst 80 þúsund dilkar og fullorðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert