Áætlunarflugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar lokið

40% af farþegum sem flugu með Iceland Express til Akureyrar …
40% af farþegum sem flugu með Iceland Express til Akureyrar í sumar voru erlendir ferðamenn.

Áætlunarflugi Iceland Express milli Akureyrar og Kaupmannahafnar lauk í gær og gekk það í heildina mjög vel, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í sumar voru 40% af farþegum sem flugu með Iceland Express til Akureyrar erlendir ferðamenn og er það veruleg aukning frá því í fyrra.

Reiknað er með að lenging flugbrautar og tæki til að tryggja 550 feta skýjahæðsaðflug verði tilbúin á næsta ári og opnast þá enn frekari möguleikar á beinu flugi til Akureyrar.

Flugáætlun fyrir næsta sumar er í vinnslu og verður hún sambærileg þessu sumri, segir í tilkynningu frá flugfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert