Sumarbústaður í Grímsnesinu brann til grunna

Bústaðurinn er mikið skemmdur eftir eldinn.
Bústaðurinn er mikið skemmdur eftir eldinn. mbl.is/Guðmundur Karl

Brunavarnir Árnessýslu komu að litlum svokölluðum „A" sumarbústað í Norðurkotslandi um klukkan níu í morgun en þá var bústaðurinn alelda og brann fljótt til grunna. Enginn var í bústaðnum eða í grennd við hann. „Þetta var mikill eldur og reykurinn sást frá Selfossi," sagði varðstjóri slökkviliðsins í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Lögreglan er á brunastað og rannsakar tildrög eldsins.

Að svo stöddu vill lögreglan ekki tjá sig um hvort grunur leikur á íkveikju.

Eigandi bústaðarins er Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og sagðist hann í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins hafa fengið þessar fregnir fyrir skömmu en vissi sjálfur ekki meira um málið.

Gunnar sagði að bústaðurinn hefði verið um 50 til 60 fermetrar að stærð og að hann hefði átt hann frá árinu 1994.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert