Ákvörðun um Saga Class vopnaleitarhliðið frestað

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Fundur var haldinn í dag á Keflavíkurflugvelli um það hvort reka beri áfram sérstakt vopnaleitarhlið fyrir Saga Class farþega. Þar funduðu fulltrúar flugrekenda, fulltrúar flugstöðvarinnar, flugvallarstjóra og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi flugvallarins sagði að ekki hefði verið tekin endanleg ákvörðun um rekstur hliðsins en það er ekki í notkun sem stendur.

„Það er ekki fullreynt," sagði hann er hann var spurður um hagkvæmni þess.

„Það á eftir að kanna hver raunverulegur kostnaður við reksturinn er og hver vilji manna til að bera hann er," sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert