Guðmundur Þóroddsson leiðir Reykjavik Energy Invest

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, mun næstu sjö mánuði starfa sem forstjóri Reykjavik Energy Invest og vera í leyfi frá störfum sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hjörleifur B. Kvaran, aðstoðarforstjóri, mun gegna forstjórastarfinu í leyfi Guðmundar.

Reykjavik Energy Invest var sett á fót í vor og er markmið félagsins að vera vaxtarbroddur íslenskrar orkuþekkingar á erlendri grund. Allar eigur Orkuveitunnar í verkefnum erlendis hafa verið færðar til hins nýja félags auk nýs hlutafjár. Fjöldi innlendra og erlendra fjárfesta hefur lýst áhuga á að koma að Reykjavik Energy Invest og verður það hlutverk Guðmundar að móta fyrirtækið og leiða útrás þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert