Heimila uppbyggingu skálasvæðis við Langjökul

Samvinnunefnd miðhálendis hefur samþykkt að heimila uppbyggingu skálasvæðis í Skálpanesi við Langjökul.

Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands var auglýst til kynningar á síðasta ári. Í tilkynningu frá samvinnunefndinni segir, að á grundvelli athugasemda og þar sem svæðisskipulag miðhálendis geri ráð fyrir takmarkaðri uppbyggingu ferðaþjónustu á miðhálendinu fallist nefndin á athugasemdir um þéttleika hálendismiðstöðva sem fram komu á auglýsingatímanum. Engu að síður sé heimiluð uppbygging skálasvæðis og komið þar á móts við fyrstu hugmyndir sveitastjórnar og rekstraraðila í Skálpanesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert