Flóknar deilur um auðlindir hafsins

Strandríki heimsins keppast nú um sýna fram landgrunnsréttindi yfir víðfeðmum svæðum í hafinu. Hagsmunir Íslands í málinu eru gífurlegir bæði í fiskveiðum, hugsanlegri olíu- og gasvinnslu og bráðnun íss í Norður-Íshafi gæti skapað ný tækifæri í atvinnustarfsemi á Íslandi.

Strandríki heimsins keppast nú um sýna fram landgrunnsréttindi yfir víðfeðmum svæðum í hafinu. Fresturinn til að skila inn greinargerðum til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út innan tveggja ára.

Tekist hefur að semja um landgrunnsréttindi fyrir norðan landið við Jan Mayen og þá hafa Noregur, Færeyjar og Ísland samið um skiptingu Síldarsmugunnar.

Deilan um Svalbarða
Tekist er á um nýtingarétt við Svalbarða, en sem aðili að Svalbarðasamningum krefjast íslensk stjórnvöld þess að jafnræðis sé gætt í nýtingu auðlinda við Svalbarða. Ríkisstjórnin er nú að undirbúa málsókn gegn Noregi fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag vegna Svalbarðasvæðisins.

Ísland tekst á um mögulegar olíulindir
Á svokölluðu Hatton Rockall svæði tekst Ísland á við stærri ríki um hafsvæði, þar sem vonir eru bundnar við að finna bæði olíu og gas. Samningaviðræður hafa staðið yfir í fjölda ára og verður næsti fundur ríkjanna haldinn nú í lok september.

Breyttar aðstæður á Norðurskauti
Í kjölfar þess að íshellan sem liggur yfir Norður-Íshafi bráðnar breytast aðstæður í hafinu norðan við Ísland. Íslendingar geta ekki gert tilkall til landgrunnsréttinda svo norðarlega en horfa til þjónustu við nýjar siglingaleiðir yfir Norður-Íshaf og breytingar í náttúrunni, svo sem fiskigengd.

Ítarleg umfjöllun um stöðu Íslands í deilunni um auðlindir hafsins og stöðu mála á norðurskautinu er nú á mbl.is.

Umfjöllun um auðlindabaráttu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert