Úthverfafegurð í Reykjavík og Tókýó

Það kann að þykja óvenjulegt að vel þekktur listamaður og ljósmyndari komi alla leið frá Japan til Íslands til að mynda blokkir og steypu í úthverfum fremur en fjöll, firði og jökla en ljósmyndarinn Takashi Homma hefur sérstakan áhuga á úthverfum borga og afrakstur þess má sjá á sýningu hans í 101 Gallery í Reykjavík.

Homma er sjálfur fæddur og uppalinn í úthverfi Tókýó og hefur allar götur síðan verið heillaður af borgarlandslagi úthverfanna. Hann kom í vinnuferð til Íslands fyrir tíu árum er hann tók að sér eitt verkefni sem tískuljósmyndari og þá heillaðist hann af úthverfum Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert