Forseti Íslands sæmir tvo prófessora riddarakrossi

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tvo prófessora við háskólann í Leeds riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar í Leeds í morgun. Prófessorarnir, Andrew Wawn og Rory McTurk, hafa um áratugaskeið sinnt rannsóknum á íslenskum fræðum.

Ólafur Ragnar ávarpaði í morgun fund sem skipulagður var af ræðismanni Íslands í Leeds, Mark Warburton en fundinn sóttu ýmsir áhrifamenn í viðskiptalífi Leeds. Í hádeginu mun forseti opna nýja skrifstofubyggingu fyrirtækisins Innovate, dótturfélags Eimskips, en byggingin er umhverfisvænasta skrifstofubygging í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert