Taka þarf farsíma af nemendum

Eftir Ingibjörgu Báru Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Sænsk yfirvöld hafa nú heimilað kennurum að taka farsíma af nemendum og annað sem truflar skólastarfið. Á Íslandi setur hver skóli sínar eigin reglur um farsímanotkun.

Sænsku kennararnir fagna þessari heimild þar sem víða hafa nemendur hunsað tilmæli kennara um að afhenda þeim símana. Þess eru dæmi að nemendur hafi tekið myndir af öðrum nemendum sem svara spurningum kennara rangt og sett á Netið. Þannig hefur eineltið verið víkkað út. Nemendur hafa einnig tekið myndir af kennurum og sett á Netið. Formaður sænska kennarasambandsins bendir á að kennari megi ekki taka farsíma af nemanda með valdi.

Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir að yfirleitt dugi fortölur. „Ég kannast ekki við að það hafi orðið átök um farsíma. Við megum ekki beita valdi en vilji nemandi ekki afhenda farsímann sinn, sem truflun hefur stafað af, kemur yfirleitt skólastjórnin til sögunnar. Oftast dugir að taka síma af nemanda og hann fær hann í lok kennslustundar. Ef um ítrekuð brot er að ræða er kallað í foreldra til að ná í símana."

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert