Geir á fundi með forseta Írlands

Mary McAleese og Geir H. Haarde í Dublin í dag.
Mary McAleese og Geir H. Haarde í Dublin í dag. mbl.is/Davíð Logi

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með Mary McAleese, forseta Írlands. Einnig átti Geir fund með Micheál Martin, ráðherra iðnaðar-, viðskipta- og vinnumarkaðsmála, þar sem rætt var um stöðu efnahags- og atvinnumála í löndunum tveimur og þær miklu og jákvæðu breytingar sem orðið hafa á því sviði á undanförnum 10-15 árum.

Loks fór forsætisráðherra í heimsókn til fjármálafyrirtækisins Merrion Capital Group sem Landsbankinn festi kaup á fyrir tæplega tveimur árum og átti þar fund með bankastjórum Landsbankans og ýmsum stjórnendum Merrion Capital Group.

Í kvöld er móttaka til heiðurs forsætisráðherra í Þjóðminjasafni Írlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert