Stjórn HB Granda hættir við byggingu nýs fiskiðjuvers á Akranesi

Frá Akranesi
Frá Akranesi mbl.is/Sigurður Elvar

Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að falla frá fyrirætlunum um að reisa nýtt fiskiðjuver á Akranesi, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Þar segir að ástæðan sé m.a sú að Faxaflóahafnir sf. hafi ekki talið sér fært að uppfylla óskir félagsins, um gerð nýrrar fiskihafnar á Akranesi.

Greint var frá því í ágúst að sjávarútvegsfyrirtækið ætlaði að reisa nýtt fiskiðjuver á Akranesi þar sem aflamark félagsins í þorski muni dragast saman á næsta fiskveiðiári þannig að bein sókn í þorsk verði ómöguleg.

HB Grandi sendi Faxaflóahöfnum þá erindi þar sem óskað er eftir því að þær flýti uppbyggingu á landfyllingu og hafnargarði á Akranesi svo fyrirtækið geti hafist handa við uppbyggingu nýs hús síðla árs 2009. Hann segir flutninginn vera í takt við þá stefnu Faxaflóahafna sf. um að megin fiskveiðihöfn Faxaflóahafna verði á Akranesi.

Ekki lágu fyrir áætlanir um það hversu mörg störf yrðu í nýja fiskiðjuverinu en um 180 starfsmenn starfa við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu í Reykjavík og á Akranesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert