„Fótunum" kippt undan fötluðum

Guðjón Sigurðsson
Guðjón Sigurðsson
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur - arndis@bladid.net

Guðjón Sigurðsson sem er bundinn við 140 kg rafknúinn hjólastól vegna MND taugasjúkdómsins þurfti í vikunni að bíða í tvær klukkustundir eftir því að komast heim frá Keflavíkurflugvelli, því að stóllinn hafði týnst í flugstöðinni. Guðjón segir þetta ekki í fyrsta skipti sem þetta hafi gerst.

„Í öllum mínum ferðum fæ ég stólinn í fínu lagi úti, en í hvert skipti sem ég hef komið heim, að minnsta kosti síðustu fimm skipti, þá er einhver andskotinn að. Eitthvað brotið, eitthvað blautt – og núna síðast týndu þeir stólnum," segir Guðjón en tók það jafnframt fram að hann reyndi af fremsta megni að sjá spaugilegu hliðina á málinu, þó að það yrði stöðugt erfiðara.

„Þetta er eins og ef starfsfólkið bryti á þér báðar lappirnar við lendingu. Þetta er ekki golfsettið mitt eða skíðin – þetta er nauðsynlegur hlutur sem veitir mér frelsi og möguleika á þátttöku í lífinu."

Stefán Thordersen, yfirmaður öryggissviðs hjá Flugmálastjórn, segir málið mjög erfitt í framkvæmd, því það sé enginn hægðarleikur að koma tæki sem er á annað hundrað kíló í og úr flugvélarlest. „En það eru allir að reyna að gera betur."

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert