Þarf að greiða 150 þúsund fyrir sígaretturnar

Héraðsdómur hefur dæmt karlmann, sem braust inn í verslun við Landvegamót og stal 200 pökkum af sígarettum, til að greiða 150 þúsund krónur í sekt auk málskostnaðar og bóta vegna skemmda á húsnæðinu en tóbakið var verðlagt á tæpar 89 þúsund krónur. Maðurinn var einnig fundinn sekur um ölvunarakstur og sviptur ökuréttindum í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert