Áfengisvandi breiðist út meðal eldra fólks

Valgerður Rúnarsdóttir læknir
Valgerður Rúnarsdóttir læknir mbl.is/Kristinn
Eftir Guðna Einarsson

gudni@mbl.is

Stöðugt fjölgar fólki á sextugs- og sjötugsaldri sem kemur í áfengismeðferð hjá SÁÁ. Þetta á bæði við um innlagnir og þá sem koma í meðferð í fyrsta sinn. Þá hefur hlutfall dagdrykkjufólks í hópi sjúklinga Sjúkrahússins Vogs tvöfaldast á rúmum áratug.

Þrjátíu ára afmælisráðstefna SÁÁ var sett í gærmorgun í Von, Efstaleiti 7, í Reykjavík. Gærdagurinn var helgaður umfjöllun um áfengisfíkn, í dag verður fjallað um örvandi vímuefnafíkn og á morgun verður fjallað um kannabisfíkn og meðferð fyrir unglinga. Fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga flytur fyrirlestra á ráðstefnunni auk þess að taka þátt í umræðum.

Áfengisneyslan hefur aukist

Valgerður Rúnarsdóttir, læknir SÁÁ, og Sigurður Gunnsteinsson, ráðgjafi SÁÁ, fluttu í gær erindi um áfengissýki sem hefst á síðari hluta ævinnar. Valgerður sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt tölum SÁÁ færist það í vöxt að fólk á sextugs- og sjötugsaldri, komi í meðferð. Bæði fjölgar innlögnum fólks í þessum aldurshópi og eins einstaklingum á þessum aldri sem eru að koma í meðferð í fyrsta sinn.

"Á sama tíma sjáum við breytingu sem felst í því að það hefur orðið tvöföldun á dagdrykkju hjá þeim sem eru að koma í meðferð," sagði Valgerður. "Það hefur ekki verið dæmigert fyrir Íslendinga að drekka þannig. Við höfum drukkið um helgar og farið á fyllirí, en þessi hópur er að sulla í áfengi flesta daga. Það er aldrei edrú, en kannski aldrei drukkið heldur. Þetta skapar mikil félagsleg vandamál. Fólk getur ekki keyrt, ekki passað barnabörnin og ýmislegt annað." Samkvæmt tölum frá SÁÁ hefur dagdrykkjufólki í sjúklingahópi Sjúkrahússins Vogs fjölgað hlutfallslega undanfarin ár. Árin 2005 og 2006 fór þetta hlutfall dagdrykkjufólks í sjúklingahópnum yfir 30% hvort ár um sig en tímabilið 1994-1996 var það rúm 15%.

Sjá nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert