Svalt í veðri fram yfir helgi

Veðurstofan spáir norðan 5-10 m/s norðvestantil á landinu með morgninum, en annars suðvestan og vestan 5-13 m/s. Víða verða skúrir eða rigning fram eftir degi, síst þó á Austurlandi. Úrkomulítið verður síðdegis og lægir um tíma, en næstu nótt verður hægt vaxandi suðlæg átt. Hiti verður 3 til 14 stig, hlýjast austanlands og svalst við Norðvesturströndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert