Tónlistarhúsið að komast upp úr jörðinni

Framkvæmdir við byggingu nýs tónlistarhúss á Miðbakka ganga vel. Verkið er örlítið á eftir áætlun að sögn framkvæmdaraðila en húsið á þó ekki að vera fullklárað fyrr en eftir tvö ár. Þessa dagana er unnið að því að ljúka uppsteypu á kjallara hússins. Þá er verið að reisa fyrstu veggina á fyrstu hæð þess. „Þannig að við erum að komast upp úr jörðinni,“ segir Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnis ÍAV.

Yfir 300 manns vinna að framkvæmdinni þar af um helmingur á staðnum. Aðrir eru starfandi erlendis, t.a.m. í Danmörku og Bandaríkjunum.

Búið er að koma fyrir á vinnusvæðinu líkani af hluta af ytra byrði hússins. Það verður allt úr gleri, en alls munu um 1.000 stykki munu mynda suðurhlið hússins. Glerflötur hússins mun verða um 12.000 fermetrar.

Vonast er til þess að meginmynd á ytra byrði hússins verði komin um áramótin 2008/2009. „Þá verðum við búnir að loka húsinu að utan og byrjaðir á frágangi innandyra,“ segir Sigurður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert