Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að aðdragandinn að samruna orkufyrirtækjanna Geysi Green Energy og Reykjavík Energy Invest hafi verið of stuttur. Þetta kom fram í síðdegisfréttum Útvarps.

Þorgerður Katrín sagði í samtali við fréttastofu Útvarps að hún væri samþykkt samrunanum. Hún telji meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur hafa samþykkt samrunann vegna þess að hann telji hagsmunum Reykvíkinga vera vel borgið með því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert