Fundur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hefjast

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Morgunblaðið/ Sverrir

Fundur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er að hefjast í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Að sögn blaðamanns Fréttavefjar Morgunblaðsins er ekki vitað hve lengi fundurinn muni standa en mikill fjöldi fréttamanna er staddur í ráðhúsinu.

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, sagði við fréttamann mbl.is að fundurinn legðist vel í hann. „Þetta verður vonandi allt í lagi," sagði Gísli Marteinn.

Á fundinum á að reyna að ná samkomulagi meðal borgarfulltrúa flokksins vegna þeirra deilna sem skapast hafa í kringum sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy en REI er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert