Stórar skyndibitakeðjur í hópi slóða

Handþvottur
Handþvottur mbl.is/Ásdís

Það eru ekki síður stóru keðjurnar á skyndibitamarkaðnum en minni spámenn sem uppfylla ekki skilyrði matvælalaga og reglugerða þrátt fyrir að margar þeirra séu með eigin gæðakerfi.

24 stundir óskuðu eftir að Umhverfisstofnun afhenti blaðinu lista yfir skyndibitastaði þar sem hreinlæti var ábótavant samkvæmt könnun stofnunarinnar, sem sagt var frá fyrir skömmu. Listinn sýnir að vandinn snýr að flestum þeim stóru; American Style, KFC, Hamborgarabúllunni, Burger King, McDonalds og N1.

Aðeins var um stöku staði að ræða innan keðjanna stóru. Þó voru gerðar athugasemdir við fimm staði Snælands Vídeó, þrjú útibú Aktu-Taktu, Shell og KFC og tvo staði American Style og Hamborgarabúllunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert