Skipt um sendiherrabústað í Kaupmannahöfn

Menningarmiðstöðin Norðurbryggja þar sem sendiráð Íslands er m.a. til húsa.
Menningarmiðstöðin Norðurbryggja þar sem sendiráð Íslands er m.a. til húsa.

Óskað er í fjáraukalagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár eftir 242,2 milljóna króna framlagi vegna kaupa og endurbóta á nýjum sendiherrabústað í Kaupmannahöfn ásamt kaupum á húsgögnum. Ákveðið hefur verið í hagræðingarskyni að selja sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn og kaupa þess í stað ódýrara og hagkvæmara hús.

Fram kemur í frumvarpinu, að áætlað sé að eldri bústaður verði seldur fyrir 372 milljónir. Gert er ráð fyrir að fjárheimild, sem nemur hagnaði af sölunni umfram kaup á nýjum bústað, verði ráðstafað til verkefna tengdum nauðsynlegu viðhaldi fasteigna og tækjakaupum utanríkisþjónustunnar.

Þá er óskað eftir 30 milljóna króna framlagi vegna halla frá fyrri árum á framkvæmdum við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn. Áformað er að ráðstafa hluta af söluandvirði sendiráðsbústaðar Íslands í Kaupmannahöfn til að greiða þennan kostnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert