Hvað eruð þið að hugsa?

Fæstir draga núorðið í efa að loftslagið á jörðinni er að breytast af mannavöldum. Ekki er seinna að vænna að gripið verði í taumana, en getur ósköp venjulegur Íslendingur lagt sitt af mörkum til að draga úr þessum breytingum?

Í greinaflokki blaðamannanna Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Orra Páls Ormarssonar, sem hefst í Morgunblaðinu á sunnudaginn, verður leitað svara við þeirri spurningu. Sett var saman venjuleg fjögurra manna íslensk fjölskylda, og næstu vikurnar verður fylgst með því hvernig hún verður sífellt meira meðvituð um loftslagsbreytingarnar og tileinkar sér lífsstíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert