Lögregla varar við veitingahúsapöntunum í tölvupósti

Lögreglan á Akureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við því að undanfarið hafi borið á því að erlendir aðilar hafi haft samband við veitingahús með tölvupósti þar sem pöntuð séu borð og veitingar og boðin fyrirframgreiðsla með kreditkorti. Þarna virðist hins vegar vera á ferðinni tilraun til þess að svíkja fé út úr veitingastöðum þar sem veitingahúsin eru beðið að skuldfæra háa upphæð af kreditkorti og leggja síðan hluta upphæðarinnar inn á annan reikning þegar búið er að draga fyrirframgreiðsluna frá. Með þessu geta veitingahúsin bakað sér refsiábyrgð því þarna virðast vera á ferðinni tilraun til fjársvika, trúlega með stolnum kreditkortum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert