Umferðarteppa í borginni

Morgunumferðin í Reykjavík
Morgunumferðin í Reykjavík mbl.is/Ómar

Tveir árekstrar urðu á Kringlumýrarbraut um klukkan átta í morgun og einn í Ártúnsbrekku. Allir urðu árekstrarnir á þeim akreinum sem liggja inn til Reykjavíkur og skapaðist mikil umferðarteppa í átt til borgarinnar vegna þeirra á milli klukkan átta og hálf níu. Enn er verið að greiða úr teppunni á Kringlumýrarbraut en umferð niður Ártúnsbrekku mun vera komin í eðlilegt horf. Engin slys urðu í árekstunum sem urðu á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og við Bústaðarbrú og í Ártúnsbrekku við N1.

Árekstar urðu einnig við verslun IKEA og á Gullinbrú um klukkan í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert