Grímseyjarferjan verður hvít og mun líklega heita Sæfari

Grímseyjarferjan
Grímseyjarferjan mbl.is/Brynjar Gauti

nýja Grímseyjarferjan verður máluð hvít, að sögn Gunnars Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra.

Ferjan verður afhent 28. nóvember næstkomandi, að sögn Eiríks Orms Víglundssonar, framkvæmdastjóra Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Hann sagði að gerður hafi verið nýr verksamningur og verkáætlun þegar framkvæmdir hófust aftur af krafti við ferjuna. "Við erum frekar á undan áætlun þannig að það er alveg klárt að 28. nóvember ætlum við að skila henni," sagði Eiríkur.

Nú vinna um 20 manns við ferjuna og er unnið í hverju horni skipsins. Eiríkur sagði að skipið yrði nánast eins og nýtt að viðgerð lokinni, þrátt fyrir að vera gamalt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert