Öryrkjar fram til orrustu

„Nú segjum við stopp!" Svo segir í yfirskrift tölvubréfs, þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrifa undir áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að breyta lögum um tekjutengingu bóta og bæta kjör öryrkja og ellilífeyrisþega. Fimmtán hundruð höfðu sett nafn sitt á listann í gær.

Aðstandendur kalla sig Fjöryrkja og kynntust á Moggablogginu gegnum skrif um aðstæður öryrkja. Í bréfi frá Fjöryrkjunum segir meðal annars: „Öll gætum við lent í því að verða öryrkjar… og vonandi eigum við öll eftir að eldast."

Forsvarsmenn söfnunarinnar eru Heiða Björk Jónsdóttir í Grafarvogi og Ásdís Sigurðardóttir á Selfossi. „Við héldum að heiðarleiki myndi skila okkur réttlátum bótum, en höfum komist að því að óheiðarleikinn einn skilar sæmilegum afgangi," segir Heiða Björk.

Ásdís skrifaði líka þingmönnum af því að Tryggingastofnun krafði hana um endurgreiðslu vegna hagnaðar af nokkrum gömlum hlutabréfum. „Ég hefði átt að gefa dóttur minni bréfin. Það er fáránlegt að vera heiðarlegur gagnvart hinu opinbera," segir Ásdís.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert