Bónus og Krónan vísa ásökunum á bug

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, sagði í síðdegisútvarpi Útvarpsins, að fylgst væri með verði í Krónunni oft á dag og verð á þúsundum vörutegunda væru skoðaðar. Ef samkeppnisaðilarnir væru með lægra verð væri brugðist við því.

Guðmundur sagði, að Bónus hefði ekki rangt við og hann vísaði því á bug, að verið væri að hagræða vöruverði eftir því hvort von væri á verðkönnunum eða ekki.

Rekstarstjóri Krónunnar vísaði því einnig á bug, að einhversskonar samráð væri milli verslananna um verðlagningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert