Mosfellsbær skoðar málið

Mosfellsbær
Mosfellsbær

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar mun kanna möguleika þess að taka upp sérstakar húsaleigubætur í sveitarfélaginu. Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar segir að ákvörðun um það verði tekin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008. Sú vinna hefjist á allra næstu dögum.

„Ég á von á því að það verði tekið vel í þetta mál en auðvitað hafa fæst orð minnsta ábyrgð í þessum efnum. Þetta ræðst auðvitað að hluta til af fjárhagsstöðu bæjarfélagsins," sagði Karl aðspurður hvort hann væri bjartsýnn á framgang málsins.

Eins og greint var frá í 24 stundum í gær hefur þeim heimilum sem þiggja sérstakar húsaleigubætur frá Reykjavíkurborg fjölgað mjög frá því að þær voru teknar upp árið 2004. Stella K. Víðisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segist telja að langur biðlisti eftir félagslegum íbúðum sé stærsti orsakaþátturinn að baki fjölguninni.

„Fólk leitar út á almenna markaðinn í þessu ástandi. Það hefur líka án efa áhrif að með breytingum sem við gerðum í fyrra þá dettur fólk ekki út af biðlistanum hjá Félagsbústöðum þó að það þiggi sérstakar húsaleigubætur."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert