Miðbæjarlóð fékkst fyrir 263 milljónir

Borgarráð samþykkti í morgun að festa kaup á lóðinni Austurstræti 22, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessa lóð vera lykilinn að uppbyggingu miðbæjarins.

Samningar náðust um að borgin greiði um 263 milljónir fyrir lóðina en fær 95 miljón króna tryggingabætur þannig að kostnaður hennar er rúmlega 168 milljónir. Greiðist kaupverðið í einu lagi 15. nóvember. Á lóðinni stóð síðast skemmtistaðurinn Pravda, sem brann í apríl síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert