Björgunarsveitir standa í ströngu vegna fastra bíla

Undanfarna tvo sólahringa hafa björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðið í ströngu vegna rjúpnaveiðimanna í uppsveitum Árnessýslu en útköll á það svæði hafa verið sex talsins, nær öll vegna bifreiða sem fastar eru í aurbleytu.

Búist er við mikilli umferð á svæðinu í dag og því vilja björgunarsveitir koma þeim tilmælum til þeirra sem eiga erindi á heiðar og hálendi að aka aðeins á öruggum vegum og fara ekki troðninga þar sem þeir bera ekki umferð eins og þá sem nú er. Mikið hefur rignt í Árnessýslu undanfarið og þótt jörð sýnist frosin er aðeins um þunna skel yfir aurbleytu að ræða. Samkvæmt upplýsingum landsbjargar virðast ökumenn ekki vara sig á þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert