Átta úti að aka án réttinda

mbl.is/Júlíus

Átta réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fimm þeirra reyndust þegar hafa verið sviptir ökuleyfi og þrír höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Í hópi þeirra síðarnefndu var 16 ára piltur sem var sömuleiðis staðinn að hraðakstri. Fimm ökumenn voru teknir fyrir að tala í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað og einn fyrir að aka gegn rauðu ljósi.

Á sama tímabili voru sjötíu og þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar en fjögur þeirra má rekja til aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flest óhöppin voru minniháttar en í nokkrum tilvikum þurfti þó að flytja fólk á slysadeild. Í fjórtán tilfellum stungu ökumenn af, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert